Í Höfnum, þar sem setið var undir garðsvegg með kaffi og smurt brauð að heiman, kom þessi gamli maður til að rabba. Þóroddur Vilhjálmsson og ég nafnkenndi hann strax sem reyndist rétt, bróðir stórsöngvarana Ellýjar og Vilhjálms Vilhjálms.
“Ég var aldrei í tónlistinni og á engin uppáhaldslög með systkinum mínum. En mér þótti gaman að hlusta ítalskar óperur,” sagði Þóroddur, sem er frá Merkinesi og starfaði lengi við uppsetningu kæli- og frystivéla í sjávarútvegi.
“Þorskur um allan sjó. Hann stóð á höndum,” sagði karlinn um fiskigengdina út af Höfnum forðum daga.
(Sigurður Bogi blaðamaður fer víða og skrifar fréttir í hverju stoppi)