Björn Þorláksson, landsþekktur blaðamaður á Akureyri, hefur lagt áform um stofnun nýs fjölmiðils til hliðar þar sem kjölfestufjárfestir bakkaði út:
“Eftir mikla vinnu og ítarlega skoðun reyndist ekki að mati þessa fjárfestis grundvöllur fyrir því að stökkva af stað. Það skýrist að hans sögn af því einu að okkur tókst ekki að finna auglýsingasölufólk. Nú er bara að bíða og sjá hvað verður, leyfa hlutum að koma til manns eða bera sig eftir þeim, skapa önnur tækifæri. Það sem mér finnst erfiðast er að tylft frábærra pistlahöfunda var mætt til leiks en vel kann að fara svo að leiðir liggi saman síðar, á öðrum vettvangi. Töluvert fréttaefni liggur líka fyrir sem óljóst er hvar endar. Áhugi og stuðningur við framtakið var víða, en kannski stafaði öðrum ógn af – eins og gengur þegar blaðamennska er annars vegar.”