Einar Bárðarson kann öll trikkin í bókinni og líka þegar kemur að því að kynna nýjan rútubíl:
“Nýverið tók Reykjavik Excursions – Kynnisferðir tveggja hæða rútu af gerðinni VDL Futura FDD2 í notkun. Þetta er ekki aðeins fyrsta slíka rútan á Íslandi heldur í allri Norður-Evrópu. Rútan er 92 sæta og var engu til sparað. Sætin eru íburðarmikil með stillanlegum höfuðpúðum og USB hleðslutengi er við hvert sæti. Eins er þráðlaust Internet í rútunni, líkt og í öðrum rútum fyrirtækisins.
Það er sama hvar setið er í rútunni, þægindin eru í fyrirrúmi sem gefur farþegum færi á að njóta útsýnisins eins vel og kostur er á. Á neðri hæð rútunnar eru borð sem hægt er að sitja við en fremstu sæti efri hæðar eru ef til vill eftirsóknaverðustu sætin, þar sem úr þeim ber að líta einstakt útsýni.
Kristján Daníelsson forstjóri Reykjavik Excursions – Kynnisferða, er mjög stoltur af nýju rútunni. ,,Rútan er ein sú glæsilegasta á landinu. Hún er glæstum rútuflota okkar til mikillar prýði og við erum mjög stolt af þessari viðbót.“