Halldór Auðar Svansson, pírati í borgarstjórn, kannar nú eftirspurn ef karókíbíl sem ráðgert er að setja á götur höfuðborgarinnar iannan skamms og lýsir honum þannig:
Karókíbíllinn er ný tegund af afþreyingu á íslenskum markaði. Um er að ræða sendiferðabíl með innréttuðu “partírými” að aftan, þar sem boðið verður upp á karókísöng, ásamt möguleika á upptöku undir stjórn reynds upptökumanns. Bílinn rúmar 8 manns og má leigja fyrir hverskonar skemmtanir, árshátíðir, hópferðir, gæsanir, steggjanir og margt fleira. Hér má sjá samskonar bíl: