Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

NÆRBUXNALAUS LOFTFIMLEIKARI

$
0
0
“Circus of Comissura inniheldur nærbuxnalausan loftfimleikamann í rólu, ótrúan slagverksleikara, konu þakta 20 lítrum af vaxi og ríkulegan fátækling,” segir í kynningu á spænsku sirkusverki sem sýnt verður í Tjarnrbíói á fimmtudag og föstudag klukkan 20:00 og kostar 2.500 krónur inn.

 

Comissura er sirkusverk sem samanstendur af 7 trúðaatriðum. Það fjallar um kröfurnar sem fólk gerir til eigin líkama, um hversu óhæf við erum til að þekkja muninn á þörf og óseðjanleika, um morð og móðureðli (eða hvernig neysluþjóðfélagið lætur okkur éta upp börnin okkar), um hraðann og hvernig við töðum fyrir eigin skriðþunga, um fegurðina í ástarsorg (mikla fegurð í ástarsorg), um svartsýni sem notuð er til að hafa áhrif á áhorfendur, um afbrýðisemi og ruglinginn milli svika og rétt fólks til einkalífs.

Comissura tengir okkur við melankólíuna sem felst í að átta okkur á að við lifum í gleði, og skringilegheitin sem felast í tilveru okkar, þversögnum og blendnum tilfinningum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053