Tommi á Hamborgarabúllunni er í ítarlegu viðtali við Ragazzo Magazine og fyrirsögnin er að sjálfsögðu: THE BURGER KING.
Farið er um víðan völl í viðtalinu og stiklað á stóru á glæstum viðskiptaferli Tomma sem er 67 ára og segir að 48 ára gamall sonur sinn sé smám saman að taka viðskiptaveldið yfir.