Sundhöll Reykjavíkur er notalegur staður að vera á en það getur verið snúið. Hér er opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík frá lesanda:
—
Ágæti borgarstjóri
Hvernig stendur á því að Sundhöllin lokar klukkan 16:00 á laugardögum en er hins vegar opin til klukkan 22:00 á virkum dögum?
Hver er hugsunin ef einhver er?
Laugardagar eru líklega vinsælustu sunddagar vikunnar, miðbærinn fullur af túristum og þeir eru vanir að lauga sig á laugardögum líkt og nafnið gefur til kynna.
En þá er bara lokað um miðjan dag.
Þessu hlýtur að mega breyta.