Frá geðdeildinni:
—
Mörgum brá við lestur Bakþanka geðlæknisins Óttars Guðmundssonar í Fréttablaðinu um helgina þar sem hann ýjaði að því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væri með brenglað raunveruleikaskyn þar sem formaður Framsóknarflokks hefði talað um fylgst væri með tölvupóstsamskiptum hans.
Spyrja má hvort raunveruleikaskyn geðlæknisins sé ekki svolítið sixtís að átta sig ekki á því að hlerunum er beitt óspart þegar stjórnmálaleiðtogar eiga í hlut.
Hvernig eiga andstæðingar og aðrir annars að fylgjast með þeim?
Það eru engir smá hagsmunir í húfi í málum erlendra kröfuhafa á íslenska banka. Ef raunveruleikaskyn geðlæknisins væri í fókus hefði hann átt að hrósa Sigmundi fyrir að vera vakandi fyrir þessu.
Angela Merkel kanslari Þýskalands svaf á verðinum og komst síðan að því að bandarísk stjórnvöld voru búin að hlera hana í langan tíma.
Hillary Clinton flutti allan opinberan tölvupóst sinn í utanríkisráðherratíð sinni á einkaþjón sinn þar á meðal gögn flokkuð sem ríkisleyndarmál og varðar við hegningarlög. Viðurlögin geta verið 10 ára fangelsi.
Og svo má bæta við:
Þingmenn voru hleraðir á árum áður eins og upplýst hefur verið – sjá hér!