“Mér ofbýður fúkkyrðaflaumurinn sem látinn er ganga yfir formann KSÍ á miðlum og samfélagsmiðlum síðasta sólarhringinn útaf þessu “frábæra markaðstækifæri” sem landsliðið á að hafa misst af,” segir athafnamaðurinn Einar Bárðarson og bætir við: “Urðu bara allir sérfræðingar í tölvuleikjum á 5 mínútum ?”
Og Einar heldur áfram:
“Átti bara að gefa rétt á notkun fánalita, landsliðsmerkja, búninga, nöfnum liðsmanna fyrir 1.5 milljón ? það er varla hægt að kaupa notaðan bíl fyrir þessa upphæð? Frábært markaðstækifæri? Það er árangur liðsins í sumar sem er frábær markaðsetning, stemmningin í aðdáendum og hvernig þjóðin vann sem ein manneskja. Það vakti athygli um allann heim. Formaður KSÍ talar um það í fréttum að hann hefði vilja sjá tilboð á jafnréttisgrundvelli. Það segir mér að önnur lið fái miklu meiri pening fyrir sína þátttöku.
Setjum þetta í samhengi. Það hefði þurft að selja 110 leiki miðað við að leikurinn kosti 13.995 (miðað við elko heimasíðuna) til að borga fyrir “tilboðið” sem EA sports bauð KSÍ. Í mínum huga snerist “nei-takk” formannsins ekki um peninga heldur sæmdarrétt og hann seldi ekki sæmd landsliðsins á verði sem er á pari við notaðan Hyundai Gets 2002 árgerð, beinskiptan. Það hefði verið kotbændaháttur og ég er ánægður með formanninn, þó ég sé eini íslendingurinn sem er það. Þetta er einstaklingur sem sniðið hefur umhverfi knattspyrnunar og landsliðanna okkar þannig á Íslandi að aldrei nokkurntíma hefur náðst viðlíka árangur, þó leitað væri eftir honum í öðrum löndum. Ok gagnrýnum og vera virk og allt það – en róleg með dónaskapinn og nafnakallið. Í alvöru.”