Lífskúnstnerinn Sigfús Arnþórsson birtir ljóð ársins á Internetinu sem hann nefnir Heinsósómi 2016. Það er svona:
—
Síminn snúrulaus
Bíllinn lyklalaus
Dekkin slöngulaus
Eldun hitalaus
Matur fitulaus
Ástin tryggðalaus
Bernskan föðurlaus
Æskan verkalaus
Viðhorf kærulaus
Aðall móralslaus
Stjórnin ráðalaus
Hjálpin hjartalaus
Öldin siðalaus
Ég er orðalaus
—
Borist hefur athugasemd um að “ljóðið” sé þýðing úr enskri spakmælabók og er beðist velvirðingar á birtingu þess hér á röngum forsendum – en látum þýðinguna standa.