Liturinn sem Nýherji valdi á bílastæði viðskiptavina í Borgartúni er í óheppilegri kantinum. Stæðin eru heiðblá, nákvæmlega eins og bílastæði fyrir fatlaða. Halda mætti að viðskiptavinir Nýherja væru upp til hópa fatlaðir, en svo er varla því að stæðin eru ekki merkt sem slík (fyrir utan litinn), heldur að tímamörk séu 30 mínútur.
Samt er það svo að þeir sem koma í fyrsta skipti til að eiga viðskipti við Nýherja eiga það til að skima vel og lengi í kringum sig eftir öðrum bílastæðum en þessum bláu.
Hefði ekki verið skynsamlegra af Nýherja að leyfa fötluðum bara að eiga þennan bláa bílastæðalit í friði?