“Þetta fer í öll strætisvagnaskýli,” segir tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson og dregur fram risaplakat úr skotti bíls síns efst á Grettisgötu, kynningarefni fyrir nýja heimildarmynd um hann sjálfan sem frumsýnd verður víða um land í næsta mánuði.
“Þetta eru flinkir strákar sem eru að gera þetta en þeir vilja ekki leyfa mér að sjá myndina. Segja að ég eigi ekkert að vera með puttana í þessu þannig að ég hef bara séð kynningarstiklu og hún lofar góðu.”
Með heimildarmyndinni mun Hebbi stimpla sig inn að eilífu sem goðsögn í lifanda lífi en fæstir ná því á miðjum aldri.