Þeir leynast víða veitingastaðirnir á höfuðborgarsvæðinu og hér er einn.
Óvenjulegur salur þar sem hægt að snæða heimasmurðar samlokur, fá rjómaís úr vél og að sjálfsögðu pylsur og borgara með öllu. Þarna eru líka nokkrir spilakassar í horni, vel sóttir.
Staðurinn er Hraunberg í Breiðholti, söluturn sem hefur þróast á skemmtilega hátt.
Vel heimsóknarinnar virði.