Athygli vekur að verið er að rífa hluta þaksins af Stjórnarráðinu í Lækjargötu. Töldu vegfarendur eð nú væri þar kominn sveppur eins og víða í opinberum byggingum.
“Nei, þetta er ekki sveppur. Þakið fór að leka í úrhellinu um daginn,” segir Sigurður Már Jónsson upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.