Margt er fólks og flokka val.
Fylking stendur engin keik.
Það sundrast fyrst en síðan skal
sameina á nýjan leik.
Þannig yrkir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir í morgun eftir að hafa skoðað hrun flokks síns, Samfylkingarinnar, í nýjustu skoðanakönnun 365 miðla. Og ber svo í brestina:
“Þessa stöðu höfum við áður séð í íslenskum stjórnmálum: Ekki aðeins margklofinn vinstri væng og tvístrað fylgi heldur birtist stjórnmálaleiði og valkvíði kjósenda í því að einungis helmingur kjósenda tekur afstöðu. Þetta er óásættanleg staða fyrir íslenskt félagshyggjufólk og jafnaðarmenn. Oft var þörf en nú er nauðsyn að sameina kraftana með einhverjum hætti. Annars sjáum við einfaldlega fram á stjórnmála-upplausn.”