Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í Alþingiskosningunum 2016.
Þorvaldur er fæddur á Akranesi 1957 og er þriggja dætra faðir. Þorvaldur hefur starfað að félagsmálum og stjórnmálum um árabil. Hann hefur verið formaður Parkinsonsamtakanna, Menningartengsla Albaníu og Íslands, Sósíalistafélagsins og Rauðs vettvangs. Hann hefur verið í stjórn Samtaka hernaðarandstæðinga, Hagsmunasamtaka heimilanna, Heimssýnar, Vinstrigrænna og DíaMats. Hann er formaður og einn stofnenda Alþýðufylkingarinnar.
Meðal helstu baráttumála Þorvaldar eru húsnæðismál, friðarmál og fullveldi Íslands, auk almenns félagslegs réttlætis.