“Peningar eru eins og skítur og nýtast best sé þeim dreift,” sagði Jens G. Jensson fulltrúi Þjóðfylkingarinnar í framboðsþætti í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi.
Jens kom eins og ferskur andblær inn í hefðbundna og stífa umræðu frambjóðendanna og benti réttilega á að stjórnmálamenn hefðu aldrei búið til störf og gætu það ekki nema tímabundið og þá með þvingunum.
Þá kom hann Steingrími J. Sigfússyni, fyrrum fjármálaráðherra, úr jafnvægi með að benda á að Steingrímur væri eini þingmaðurinn sem nú sæti á þingi sem stutt hefði frjálst framsal á veiðiréttindum, kvóta.