Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

HVENÆR BREYTTIST SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN?

$
0
0

Úr pólitísku deildinni:

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem leiðir lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi hjólaði í Sjálfstæðisflokkinn í viðtali við morgunútvarp Rásar 2 í morgun.

Þorgerður lét af varaformennsku í Sjálfstæðisflokki 2010 en hún var kjörin varaformaður 2005 og var ráðherra menntamála frá 2005-2010. Nú keppir hún við sinn gamla samverkamann úr pólitíkinni, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins síðan 2009, en hann leiðir lista síns flokks í suðvesturkjördæmi.

Þorgerður var áberandi í stjórnmálum í aðdraganda hrunsins en eftir að nafn hennar birtist í 2. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall íslenska bankakerfisins og í ljós kom að heildarlán hennar og eiginmanns hennar sem starfaði fyrir Kaupþing námu nærri 1700 milljónum króna sagði hún af sér varaformennsku í Sjálfstæðisflokki og tók sér tímabundið hlé frá þingstörfum.

“Lifi frelsið” sagði Þorgerður á rás 2 á morgun og sagði það fyndið að Sjálfstæðisflokkurinn þyrði ekki í kerfisbreytingar í landbúnaði og sjávarútvegi. Sjálfstæðisflokkurinn þættist vera frjálslyndur en þyrði ekki að láta markaðinn ráða verðinu á auðlindagjaldinu. Síðan klikkti þessi fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins og varaformaður út með því að segja að Sjálfstæðisflokkurinn væri á kafi í því að verja sérhagsmuni.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053