Þorsteinn Eggrtsson, textaskáld þjóðarinnr, minnist John Lennon á fæðingardegi hans, en með þeim eru ýmis líkindi:
—
“Fæðingardagur Lennons er í dag en við höfum átt ýmislegt sameiginlegt.
Við fæddumst báðir á stríðsárunum (hann 1940, ég 1942).
Við vorum báðir sjómannssynir og elstu börn mæðra okkar.
Við gáfum báðir út tímarit þegar við vorum 12 ára.
Við höfðum snemma áhuga á að teikna og búa til bullsögur. Uppáhaldsbókin okkar var Lísa í Undralandi og við sóttum báðir innblástur í hana.
Við komum báðir fyrst fram opinberlega, sem söngvarar, árið 1957. Hvorugur okkar hafði áhuga á fótbolta eða öðrum íþróttum.
Við lærðum hvorugur á bíl.
Við giftumst báðir konum sem voru eldri en við; báðar búddistar. Báðir áttum við afkvæmi með fyrrverandi sambýliskonum. En við vorum líka ólíkir um margt. Hann var alltaf með lélega sjón en ég sé prýðilega, hann var árásagjarn í æsku en ég var óttaleg rola. Og þetta með að ég hafi verið kallaður Presley Íslands; það var nú bara svoleiðis. Minn maður var Little Richard.”