Lundabúðir spretta upp eins og gorkúlur í miðbæ Reykjvíkur og yfirtaka hvert verslunarplássið á fætur öðru með tilheyrandi hækkun á leiguverði sem aðrir ráða vart við.
Nú verður Perlunni, kórónu höfuðborgarinnar, einnig breytt í lundabúð eins og Morgunblaðið greinir frá í dag:
“Veitingahúsið Perlan, sem rekið hefur hágæða veitingahús og bar á efstu hæð Perlunnar auk kaffiteríu á 4. hæð í rúmlega aldarfjórðung, hættir starfsemi í byrjun nýs árs. Í staðinn koma verslanir með útivistarfatnað og minjagripi og kaffihús.”