Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

ÓHEPPILEG TENGSL BRÆÐRA

$
0
0

Bræðurnir Sveinn og Þórhallur Arasynir.

Úr pólitísku deildinni:

—-

Fyrir nokkrum árum urðu óheppileg tengsl þriggja bræðra tilefni þess að einn þeirra, Sveinn Arason ríkisendurskoðandi, var sakaður um að hafa brugðist trausti Alþingis þegar dráttur varð á að hann afhenti skýrslu um hugbúnaðarsamning sem ríkið gerði við Skýrr.  Valgerður Bjarnadóttir þáverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vildi að Sveinn ríkisendurskoðandi viki úr starfi vegna þessa trúnaðarbrests – sjá hér.

Kastljós Ríkisútvarpsins greindi þá frá því að bræður ríkisendurskoðandans hefðu setið beggja vegna borðs við afgreiðslu samningsins. Einn bróðirinn, Atli Arason, var yfirmaður hugbúnaðardeildar Skýrr á þessum tíma og  annar bróðirinn, Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, sat í stýrinefnd þegar útboðið á hugbúnaðarsamningum var opnað.

Þessi sami Þórhallur Arason er formaður stjórnar Lindarhvols ehf sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skipaði í apríl s.l. Þetta félag sér um umfangsmikla sölu á ríkiseignum og því vaknar sú spurning hvort bróðir formanns stjórnar “einkavæðingarfélgs ríksins” sé hæfur til að endurskoða og hafa eftirlit með þessum fjármálagerningum sem fara fram á vettvangi ríkisins eins og honum ber lögum samkvæmt sem trúnaðarmaður Alþingis.

Sveinn var skipaður Ríkisendurskoðandi 2008 til sex ára og þrátt fyrir efasemdir um hæfi hans vegna tengsla við bræður sem sátu beggja vegna borðs 2012 var ráðning hans framlengd árið 2014 til ársins 2018.

Samkvæmt lögum á stjórn Lindarhvols ehf., sem Bjarni Benediktsson skipaði í apríl s.l. við sölu ríkiseigna að leggja áherslu á gegnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Er það ekkert skrýtið að Bjarni fjármálaráðherra skuli skipa starfsmann sinn í ráðuneytinu sem er bróðir ríkisendurskoðanda sem formann stjórnar félags sem sér um sölu ríkiseigna í ljósi þess að þeir eru bræður og því um vanhæfi að ræða.

Borist hefur athugasemd frá upplýsingafulltrúa Ríkisendurskoðunar:

Sæll Eiríkur. Vegna http://eirikurjonsson.is/oheppileg-tengsl-braedra/ Vildi ég bara benda á að forseta Alþingis var bent á þessi hagsmunatengsl fyrir nokkru og Sveinn lýsti yfir vanhæfi sínu sem ríkisendurskoðandi gagnvart Lindarhvoli. Forseti alþingis hefur því sett nýjan ríkisendurskoðanda, Sigurð Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðanda, til að annast endurskoðun og hafa eftirlit með starfsemi Lindarhvols.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053