Michelle Obama forsetafrú Bandaríkjanna er fyrirmynd margra; orðheppin, réttsýn og hispurslaus. Hún er ófeiminn við að koma fram eins og hún er klædd.
Í veislu í Hvíta húsinu í gærkvöld sem forsetahjón Bandaríkjanna héldu til heiðurs forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi og eiginkonu hans, Agnesi Landini, skartaði Michelle sérhönnuðum kjól frá ítalska tískuhúsinu Versace.
Eftirtekt vekur íþróttamannslegt vaxtarlag hennar í samanburði við hina tággrönnu ítölsku Agnesi og sýnir Michelle þar með stæl að konur eiga ekki að vera sniðnar í sama smágerða formið.
Michelle er yfir 180 cm á hæð og nálægt því að vega 80 kíló.