Þau eru sæt saman, Vasi Hunton og Jakob Gunnarsson, og gera það gott á laugardögum í Þrastalundi í Grímsnesi á þar sem þau leika og djassa í takt við eldbakaðar pizzur á stað sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga.
Vasi og Jakob hafa víða komið fram bæði hér á landi og í Bandaríkjunum; Jakob á píanóinu og Vasi syngur eins og engill en hún er í söngnámi undir leiðsögn lagahöfundarins og söngkonunnr Peggy Lebo.