Inga Sæland hefur komið sem stormsveipur inn í kosningabaráttuna með Flokk fólksins sem virðist ekki síður vera flokkur fjölskyldu hennar ef marka skal Geir Guðsteinsson blaðamann sem fór að grúska í framboðslistum flokksins:
—
Reykjavíkurkjördæmi suður:
Ólafsfirðingurinn Inga Sæland er í 1. sæti.
Linda Mjöll Gunnarsdóttir er í 6. sæti, en hún er mágkona systur Ingu, Júlíönu.
Óli Már Guðmundsson, fyrrum eiginmaður Ingu, er í 9. sæti.
Sigríður Snæland Óladóttir er í 16. sæti, dóttir Ingu og Óla.
Reykjavíkurkjördæmi norður:
Sigríður Snæland Jónsdóttir er í 21. sæti, móðir Ingu.
Norðausturkjördæmi:
Gunnar B. Arason er í 3. sæti, systursonur Ingu.
Júlíana Ástvaldsdóttir er í 14. sæti, móðir Gunnars í 3. sætinu og systir Ingu.
Ástvaldur Steinsson er í 20. sæti, faðir Ingu.
Suðvesturkjördæmi;
Jón Númi Ástvaldsson er í 26. sæti, bróðir Ingu.