Hannes Lárusson og Ásmundur Ásmundsson eru meðal skipuleggjenda og listamanna á sýningu sem stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur. Henni lýkur um helgina.
Eins og kunnugt er voru þeir Hannes og Ásmundur reknir úr Myndhöggvarafélaginu vegna listrænna gjörninga á kaffistofunni. Níu gegn átta á aðalfundi í 150 manna félagi. Listasafn Reykjavíkur tekur þeim opnum örmum. Ekki er vitað hvort um sama verk sé að ræða.