Pírataforinginn Birgitta Jónsdóttir tók þátt í Elite fegurðarsamkeppninni hér á landi í september 1983 og var kynnt til leiks í heilsíðufrétt í Morgunblaðinu. Síðan eru liðin 33 ár.
Birgitta var þarna í hópi helstu glæsikvenna þjóðarinnar af yngri kynslóðinni og áttu þær margar eftir að hasla sér völl með ýmsum hætti:
Skartgripahönnuðurinn Brynja Sverrisdóttir.
Fyrirsætan Guðrún Möller.
Ungfrú Ísland, Anna Margrét Jónsdóttir.
Alheimsfegurðardrottningin Hólmfríður Karlsdóttir.
Múlakaffisprinsessan og No Name drottningin Kristín Stefánsdóttir.
Og svo Birgitta Jónsdóttir….