Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra og nú sendiherra í Bandaríkjunum, hefði getað orðið óperusöngvari á heimsmælikvarða. Þetta kom fram í tónlistarþætti á Útvarpi Sögu þar sem rætt var við Árna Johnsen en Geir hjálpaði Árna með söng á plötu fyrir mörgum árum.
Sönghæfileikar Geirs eru löngu þekktir og hefur hann meðal annars sungið dægurlög í Ríkissjónvarpinu – eins og hér má sjá.