Delta Air Lines er byrjað að fljúga milli Íslands og New York allan ársing hring, fyrst allra bandarískra flugfélaga. Vetraráætlun félagsins hefur tekið gildi og verður flogið fjórum sinnum í viku milli Keflavíkurflugvallar og John F. Kennedy flugvallar í New York.
Flogið verður á Boeing 757-200 þotum Delta í vetur fram til 1. maí, en þá tekur við sumaráætlun félagsins með daglegu flugi á stærri 234 sæta Boeing 757-300 þotum. Yfir hásumarið verða tvær brottfarir á sunnudögum til New York.
„Við höfum verið að byggja upp flugleið okkar til Íslands síðastliðin fimm ár og erum mjög ánægð að sjá að farþegar frá Norður-Ameríku eru orðnir fjölmennasti hópur ferðamanna sem kemur til landsins,“ segir Dwight James, framkvæmdastjóri Atlantshafsflugs Delta Air Lines. „Lykillinn að þessum árangri er hið víðfeðma leiðanet okkar um alla Norður-Ameríku, sem gerir viðskiptavinum kleift að komast til og frá Íslandi með aðeins einni viðkomu í New York.“