80′s Barinn á Lobster & Stuff hefur verið opnaður í gömlu verbúðunum við Grandagarð og af því tilefni tók Marta Smarta á Morgunblaðinu viðtal við veitingamanninn Jón Gunnar Geirdal:
„Ef þú hefur eitthvað djammað í Reykjavík á síðustu 30 árum þá muntu njóta þín á 80′s Barnum því við ætlum að vera í nostalgíu gír öll kvöld. Komdu og rifjaðu upp stuðið og stemninguna sem ríkti á Casablanca, Klúbbnum, Hollywood, Broadway, Villta Tryllta Villa, Tunglinu, Skuggabarnum og Astró,“ segir Jón Gunnar Geirdal eigandi staðarins og bætir við:
„Þetta er staður fyrir þá sem „Feel like 25“ segi ég alltaf og við ætlum að vera þar. Þessar Astró-Skugga-týpur eru í fullu fjöri, en það eru ekkert rosalega margir skemmtilegir djamm-valkostir í borg óttans.“