Gamlir sjómenn eru margir hálfklökkir þegar þeir ganga niður í gamla Daníelsslipp rétt við Sjóminjasafnið og sjá þar Haka, einn frægasta dráttarbát Íslendinga, vera að grotna niður; rúður brotnar og hurðir opnar fyrir veðrum og vindum.
Einn sjómaður og sjónarvottur sagði:
“Árni Johnsen bjargaði frægri fleytu Binna í Gröf sem nú er komin í höfn við Sjóminjasafnið hér rétt fyrir neðan. Getur Árni ekki bjargað Haka líka?”