Samkvæmt áreiðanlegum heimildum reyndi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrum ráðherra sjálfstæðismanna og nú þingkona Viðreisnar, stíft að fá starf framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem áður hét LÍÚ.
Fór Þorgerður Katrín víða að leita stuðnings meðal útvegsmanna og varð töluvert ágengt þar til hópur kvótaeigenda, undir forystu Kristjáns Loftssonar í Granda, stöðvaði ferlið og Heiðrún Lind Marteinsdóttir lögfræðingur var ráðin í starfið.
Við svo búið fór Þorgerður Katrín beint í framboð fyrir Viðreisn með betri árangri.