JÓN EDRÚ Á ESKIFIRÐI
TÓLF ÞINGMENN VILJA SPILAVÍTI – SJÁIÐ FRUMVARPIÐ
Frumvarp til laga um spilahallir (spilavíti) er tilbúið, borið fram af tólf þingmönnum úr mörgum flokkum.
Búist er við fjölda leyfisumsókna enda blika gullkrónur í augum margra bara við tilhugsunina um arðvænlega og skemmtilega vinnu en ekki víst að allir fái sem vilji, eða eins og stendur í lokakafla frumvarpsins:
Mikilvægt er að sá aðili sem fær fyrsta rekstrarleyfið sé talinn traustur, ábyrgur og til þess fallinn að geta rekið spilahöll af fagmennsku og alúð.
Spilavítisþingmennirnir eru:
Willum Þór Þórsson,
Elsa Lára Arnardóttir,
Jóhanna María Sigmundsdóttir,
Haraldur Einarsson,
Páll Jóhann Pálsson,
Ásmundur Einar Daðason,
Brynjar Níelsson,
Unnur Brá Konráðsdóttir,
Vilhjálmur Árnason,
Guðlaugur Þór Þórðarson,
Guðmundur Steingrímsson,
Páll Valur Björnsson.
TVEIMUR BLOKKUM PLANTAÐ Í PARADÍS
Sigurður Hreinn Sigurðsson heldur úti athyglisverðu bloggi undir nafninu Siggi-Hrellir. Siggi er alinn upp við Sogaveg, á unaðsreit sem staðið hefur lengi í friði þar til nú að fyrirhugað er að planta þar tveimur fjölbýlishúsum:
——
Ég ólst upp með húsið Vonarland (Sogaveg 75) fyrir augunum öll mín uppvaxtarár. Foreldrar mínir byggðu sitt hús þar beint á móti um miðja síðustu öld meðan Sogamýrin var enn lengst uppi í sveit. Þá var Sogavegurinn holóttur malarvegur þar sem nokkrir sveitabæir stóðu, m.a. Vonarland, Réttarholt, Fagridalur, Brekka og fleiri.
Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir keyptu Vonarland um 1960 og bjuggu þar með stórum barnahópi, heildsölu og bílaumboði í kjallaranum. Eldri hluti hússins með kastalaþaki var upphaflega byggður 1926 en stórri viðbyggingu bætt við um miðjan sjötta áratuginn af Guðmundi Magnússyni byggingameistara sem hafði keypt húsið 1953. Þau Ingvar og Sigríður voru sérlega góðir og kærleiksríkir nágrannar og var ég svo heppinn að fá sumarvinnu hjá þeim frá 12 ára aldri og fram undir tvítugt, fyrst við garðyrkju og síðar við ýmis störf í fyrirtæki þeirra.
Garðyrkja og trjárækt var eitt helsta áhugamál Ingvars, enda lóðin að Vonarlandi býsna stór. Garðurinn var eins konar lystigarður sem skipt var upp í reiti og mikil vinna lögð í að halda honum snyrtilegum og fallegum. Ósjaldan tók Ingvar sér pásu frá erilsömu forstjórastarfi og settist upp á traktorsláttuvél eða rölti um garðinn og gróðursetti nýjar plöntur. Þá þýddi lítið fyrir sumarvinnumanninn að slugsa.
Nýir eigendur Vonarlands hafa áform um að jafna þetta stóra og glæsilega hús við jörðu og byggja tvær stórar blokkir á lóðinni með allt að 49 íbúðum. Það yrði dapurlegur minnisvarði um Ingvar Helgason og arfleið hans í þessu hverfi. Einnig stendur til að rífa lítið hús við hliðina sem byggt var 1942. Ég vona að hætt verði við þessi áform og velti því fyrir mér hvort að ekki sé hægt að finna öllum þessum íbúðum annan stað en þennan ágæta sælureit í Sogamýri.
ÍSLENDINGAR ÞRIÐJA HAMINGJUSAMASTA ÞJÓÐ Í HEIMI
Íslendingar eru í þriðja sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims samkvæmt árlegri könnun World Happines Report.
Danir eru í fyrsta sæti, Svisslendingar í öðru, Norðmenn í því fjórða á eftir Íslendingum, Finnar í fimmta og Bretar verða að láta sér 23. sætið nægja.
HITABYLGJA Í IKEA
Stafsfólk IKEA hitaði upp svo um munaði með safaríferð fyrir árshátíðina sem haldin var á Grand hótel á laugardaginn. Fyrir bragðið var versluninni lokað fyrr en ella og setti það strik í reikning þeirra fjölmörgu sem hafa tamið sér að snæða kvöldverð á veitingastað verslunarinnar sem er að verða einn sá vinsælasti á landinu.
FYRSTA MYNDIN AF TF-GAY
Fréttaritari á flugvelli:
—
Vefsíðan “Allt um flug” hefur puttann á púlsinum í flugheiminum og birti fyrstu myndina af nýrri 350 farþega Airbus þotu WOWflugs, TF-GAY. Leyfum lesendum okkar einnig að njóta. Þotan var að koma úr málningu í Kína í dag og verður tekin í notkun með vorinu.
TF-GAY er hýri frændinn í stækkandi flugvélafjölskyldu WOWflugs, en fyrir eru á fleti TF-MOM, TF-DAD, TF-SIS, TF-BRO, TF-SON ogTF-KID.
Spurning hvort næst komi ekki TF-LES og svo TF-BDSM til að loka hringnum.
LJÓTU NÝJU HÚSIN Í MIÐBÆNUM
ALDO BAE Í SKIPALÓNI
Frá fréttaritara okkar í Hafnarfirði:
ooo
Fjársvikarinn Halldór Viðar Hafsteinsson sem nú kallar sig Aldo Viðar Bae, býr í þessu húsi í Skipalóni í Hafnarfirði ásamt foreldrum sínum. Bróðir hans og samstarfsmaður til langs tíma, Engilbert Hafsteinsson, býr síðan ekki langt frá.
ooo
Sjá umfjöllun Kvennablaðsins um Halldór (eða Aldó) hér – smellið!
TÚRISTAR ELSKA VEGGJAKROT
HÆTTIR VIÐ AÐ HÆTTA
Úr ársfjórðungsritinu Hrepparígur:
—
Kalmann oddviti hefur ákveðið að hætta við að hætta og halda áfram í embætti. Hann segst hafa ákveðið þetta í kjölfar framboðs Vermundar Stalíns Órækjusonar, einkabílstjóra og smábónda að Endajaxli. Kalmann segist beinlínis fá tannpínu um tilhugsunina um Vermund Stalín sem oddvita. Hann sé nógu glannalegur við stýrið á Willanum.
PÖNTUÐU BORÐ FYRIR 26
Páskafræðingur sendir fróðleiksskeyti í dymbilviku (sem er vikan fyrir páska):
—
Skírdagur er jafn sjálfsagður í íslensku máli og sumardagurinn fyrsti. Á Norðurlöndunum er líka talað um skírdag (skärtorsdag, skærtorsdag, skjærtorsdag).
Á ensku er hins vegar talað um Maundy Thursday. Annað orð, en merkingin sú sama – hreinsun, þvottur. Skír merkir hreinn, skær, og vísar til þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna fyrir síðustu kvöldmáltíðina. Ekki er einhugur um hvernig orðið maundy er til komið.
Þegar Jesú og lærisveinarnir komu á veitingahúsið til að neyta síðustu kvöldmáltíðarinnar, þá vildu þeir fá borð fyrir 26. Þjóninum fannst það undarlegt og benti á að þeir væru bara 13. Við ætlum bara að sitja öðru megin við borðið sögðu lærisveinarnir. Enda kom það betur út á mynd.
Við höldum upp á föstudaginn langa, sem á ensku er kallaður Good Friday. Svo kemur bara venjulegur laugardagur hjá okkur, en í ensku er talað um Holy Saturday. Víða er meira að segja talað um Holy Wednesday á undan Skírdegi.
TÚRISTI ÓK UPP LAUGAVEGINN
Erlendur ferðamaður á bílaleigubíl ók upp hluta Laugavegar síðdegis í gær og stöðvaðist ekki fyrr en á horni Frakkastígs þegar stór jeppi koma þar á móti. Vék jeppinn og litli bílaleigubíllinn beygði til vinstri niður Klapparstíg og hvarf.
Túrístinn á bílaleigubílnum var að koma út úr sundi gegnt Verslun Guðsteins og í stað þess að beygja til hægri, eins og lög gera ráð fyrir, beygði hann til vinstri og var svo hepinn að enginn umferð var á móti þar til jeppinn birtist.
Sekt liggur við því að aka gegn umferð upp Laugaveginn en lögreglan var hvergi nærri.
TERROR TÖLFRÆÐI
PÁSKALJÓÐ VESTURBÆINGSINS
REIÐHJÓL TIL SÖLU!
Þetta borgarhjól (city bike) er til sölu á aðeins 30 þúsund krónur.
Tilvalið fyrir fallega stúlku sem dreymir um að láta vorvindana leika um andlit á götum Reykjavíkur á væntanlegum góðviðrisdögum.
Karfa fyrir ávexti, blóm og sundföt á stýri og bögglaberi að auki.
Þrír góðir gírar.
Næstum ónotað.
Sölusími: 6910491
SAMVISKAN NAGAR TRYGGINGAFÉLÖGIN
Könnun sem hófst á vegum FÍB á Skírdag sýnir að nú þegar hafi þriðjungur viðskiptavina tryggingafélaganna fengið iðgjöld sín lækkuð í framhaldi af kröftugum mótmælum við arðgreiðsluáform félaganna.
Alls 41% þátttakenda í könnunninni hefur óskað eftir lægri iðgjöldum og fjórir af hverjum fimm náð tilætluðum árangri. 44% segjast eiga eftir að leita tilboða í tryggingar sínar og 15% segjast ánægðir með núverandi stöðu tryggingamála.
Fjöldi félagsmanna FÍB hefur haft samband við félagið til upplýsa um samskipti sín við tryggingafélögin. Af þeim frásögnum má ráða að gegnumgangandi náist 15% lækkun iðgjalda með því að leita tilboða. Dæmi eru um enn meiri lækkun.
Iðgjaldatekjur af skaðatryggingum nema u.þ.b. 45 milljörðum króna á ári. Það þýðir að 15% meðaltals lækkun iðgjalda hjá þriðjungi tryggingataka hefur þegar skert tekjur tryggingafélaganna um rúma tvo milljarða króna.
Telja má víst að andúð á óhóflegum arðgreiðsluáformum tveggja tryggingafélaga hafi vakið vitund neytenda svo um munar og leitt til þess að stór hluti þeirra hefur þegar óskað eftir tilboðum í tryggingar sínar og að annar eins hópur segist eiga það eftir.
Könnun FÍB fer fram á vefsíðu félagsins. Hún stendur fram á Páskadag og er öllum opin. Það er keppikefli hjá FÍB að fá sem mesta þátttöku, til að hafa sem áreiðanlegasta innsýn í þessa vitundarvakningu.
FARIÐ MEÐ LYFSEÐLANA TIL SVIÞJÓÐAR
Karl Wernersson lyfsali í Lyfjum og heilsu, þekktur útrásarvíkingur, kvartar undan því í viðtali við Moggann að lyfjaverð sé of lágt hér á landi. Hann hagnast ekki nóg, lyfin halda ekki í við annað verðlag, segir hann.
Sjálfsagt vildi Karl þá ekki vera lyfsali í Svíþjóð, því þar kosta lyfin helmingi minna en hér á landi, eða ennþá minna. Á hverju skyldu sænskir lyfsalar eiginlega lifa?
Á Facebook segir Kristín Aðalsteinsdóttir frá því að Aðalsteinn Arnarson læknir sé nýfluttur til landsins frá Svíþjóð. Í ljósi frétta um þörf fyrir hækkun lyfja gerði hann verðsamanburð á lyfjum hér á landi og í Svíþjóð.
Og Aðalsteinn segist ekki geta annað en blöskrað þegar hann ber verð lyfjanna saman:
Magasýrulyf Omeprazol Actavis 20 mg 56 stk kosta m.v. gengi dagsins kr 923 í Svíþjóð og kr 2.894 á Íslandi.
Algengt sýklalyf Ciprofloxacin 500 mg 20 stk, kr 1.140 í Svíþjóð og kr 2.730 á Íslandi.
Blóðþrýstingslyf Losartan/Hydrochlorothiazide 50/12,5 mg, 98 stk kr 1.455 í Svíþjóð og kr 2.380 á Íslandi.
Lyf við húðsveppasýkingu Terbinafin Bluefish 250 mg, 98 stk kr. 2.318 í Svíþjóð og kr. ekki nema 9.381 á Íslandi.
Það er augljóst að það þarf að hækka verð á Íslandi segir Aðalsteinn – þessi 4 lyf eru bara rétt tæplega þrefalt! dýrari hér en í Svíþjóð.
Læknirinn minnir á að hver sem er getur tekið með sér íslenskan lyfseðil og leyst út lyfin sín í apóteki á hinum Norðurlöndunum.
SJÁÐU SÆTA BENZINN MINN…
Article 1
ROLLING STONES Á SECRET SOLSTICE?
Ekki er ólíklegt að félagarnir í Rolling Stones komi hingað til lands og leiki á Secret Soltice tónlistarhátíðinni í sumar ef marka skal fréttaskeyti frá Kúbu þar sem hljómsveitin var með tónleika í gærkvöldi – ókeypis.
Athafnamaðurinn Jón Ólafsson er í för með Rolling Stones en hann leggur þeim til allt það vatn, Icelandic Glacial, sem drukkið er í hljómleikaferðinni. Telja má víst að Jón hafi minnst á Secret Solstice við Keith Richard þegar þessi mynd var tekin af þeim á Kúbu í gær en Jón og fjölskylda hans standa fyrir hátíðinni ásamt öðrum.