Byltingardagatal fyrir árið 2017 er komið út, í tilefni af 100 ára afmæli Októberbyltingarinnar, tekið saman af Vésteini Valgarðssyni. Að útgáfunni standa Alþýðufylkingin, DíaMat, Menningar- og friðarsamtökin MFÍK og Rauður vettvangur.
Útgáfuhóf verður haldið kl. 15 laugardaginn 17. desember í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Fram koma Bjarki Karlsson ljóðskáld, Sigvarður Ari Huldarsson trúbador o.fl.
Þetta eigulega og fróðlega dagatal kostar 1500 kr. og fæst í bókabúðinni Sjónarlind á Bergstaðastræti og hjá félögunum sem gefa það út.
Tilvalin jólagjöf.