Áhyggjufullur útvarpshlustandi hringdi og stóð út úr honum bunan:
—
Nú er verið að moka utan af grafhýsi Ríkisútvarpsins við Efstaleiti,
búið að fjarlægja eða færa upp á húsið móttökuskermana
og moldvörpur í líki alls konar vinnuvéla og mannafla
hamast við að fjarlægja jarðveginn utan af niðurgrafna hluta hússins.
Búið að farga öllum gróðri, beðum, runnum og trjám.
Lóðin girt við Bústaðaveginn og Háaleitisbrautina alla vega, með miklu öryggismannvirki.
Hvað er í gangi?