Úr viðskiptadeildinni:
—
Þau tíðindi hafa orðið að gamalgróin heildsala Ásbjörn Ólafsson er búinn að tapa Prince Polo til innflutningsrisans Innnes vegna erlenda samninga og eignarhalds á fyrirtækjasamsteypunni sem framleiðir þetta vinsæla viðbit okkar Íslendinga í áraraðir.
Upphafið að þessum viðskiptum munu vera þau að Íslendingar seldu síld til Póllands og þurftu að kaupa eitthvað frá þeim í staðinn upp úr 1950 – í dag heita þetta skiptidílar.
Eitt af því sem Pólverjar vildu selja okkur var súkkulaðikexið og sendu þeir sýnishorn af því hingað. Nokkrum heilsölum var boðið að kíkja á þetta en enginn vildi hefja innflutning á þessu meðal annars vegna þess að þá var vinsælt ísraelskt súkkulaðikex flutt hingað.
Að lokum sló þó Ásbjörn til og þetta varð mikið veldi sem kunnugt er.
En sem sagt, nú eru þeir búnir að tapa þessu.