Í umræðunni um allt of marga ferðamenn og allt of miklar gjaldeyristekjur virðist okkur Íslendingum stundum hætt við að gleyma að spá í hvers vegna ferðamennirnir vilja yfirhöfuð koma hingað.
Málið er að þetta er orðin hálfgerð eilífðarvél. Ferðamennirnir taka myndir af stórbrotnu íslensku landslagi og þegar vinir þeirra og vandamenn sjá, þá vilja þeir líka koma hingað.
Stundum er svo mikið lagt í myndatökurnar að þær eru birtar á útbreiddum vefsíðum erlendis og þá magnast áhuginn á Íslandi um allan helming. Ein nýjasta myndaserían er birt á vinsælasta ljósmyndavef heims, dpreview.com. Þetta er vídeósería tekin úr dróna á tveggja ára tímabili.