Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

DÓTTIR GLÆPASAGNAHÖFUNDAR Á ALÞINGI

$
0
0

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi og líklega fyrsta barn glæpasagnahöfundar sem sest á Alþingi.

Faðir Þórhildar er Ævar Örn Jósepsson sem af mörgum er talinn liprasti krimmahöfundur þjóðarinnar en hann hefur að auki starfaðs em fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Móðir Þórhildar er Sigrún Guðmundsdóttir umhverfis og auðlindafræðingur.

Þórhildur Sunna varð stúdent frá FB 2007, lauk LL.B-prófi (alþjóða- og Evrópulög) frá Háskólanum í Groningen, Hollandi, 2012 og LL.M-prófi (mannréttindi og alþjóðlegur refsiréttur) frá Háskólanum í Utrecht, Hollandi, 2013.

Hún var starfsnemi hjá Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu 2014. Rannsóknarblaðamaður fyrir Kvennablaðið 2014–2016. Stundaði fræðiskrif fyrir Snarrótina, samtök um borgaraleg réttindi, 2015–2016 og fræðiskrif fyrir landssamtökin Geðhjálp frá 2016.

Þórhildur Una var formaður Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK 2014–2016. Alþjóðafulltrúi og meðlimur í framkvæmdaráði Pírata 2015–2016. Í úrskurðarnefnd Pírata 2016. Formaður Pírata síðan 2016. Gjaldkeri Jæja lýðræðissamtaka 2016.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053