Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

LEYFIÐ BÖRNUNUM AÐ KOMA – TIL GÓA

$
0
0

Þjóðleikhúsið mun á sunnudaginn frumsýna barnaleikritið Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson sem landsmenn þekkja flestir sem Góa. Fjarskaland er eldfjörug barnasýning, stútfull af heillandi tónlist og ævintýralegum persónum.

Leikritið fjallar um Dóru sem leggur af stað í háskaför til Fjarskalands til að bjarga íbúum landsins sem allar eru þekktar ævintýrapersónur. Mikil vá stendur Fjarskalandi fyrir dyrum því íbúar mannheima eru hættir að lesa ævintýrin og þegar ævintýrin gleymast þá hverfa íbúar Fjarskalands einn á fætur öðrum.

Leikstjóri Fjarskalands er Selma Björnsdóttir en hún leikstýrði á síðasta leikári hinni vinsælu sýningu Í hjarta Hróa Hattar í Þjóðleikhúsinu. Verkið er einnig uppfullt af frumsamdri tónlist eftir Vigni Snæ Vigfússon sem hefur komið víða við á íslenska tónlistarsviðinu.

Með aðalhlutverkin í Fjarskalandi fara Snæfríður Ingvarsdóttir, sem leikur Dóru og Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur grimma úlfinn. Það er svo Hallgrímur Ólafsson sem leiðir börnin inn í Fjarskaland sem álfurinn Númenór en Hallgrímur sló í gegn í áramótaskaupinu á dögunum sem hinn óborganlegi Magnús Magnús Magnússon. Ætli Númenór þurfi að taka hið víðfræga víkingaklapp til þess að frelsa íbúa Fjarskalands?


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053