Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

TÖFRAMAÐUR HLJÓÐSINS Í HÖRPU

$
0
0

Sinfónían flytur klarínettukonsert Kaija Saariaho í Hörpu á fimmtudaginn en tónskáldið er eitt dáðasta samtímatónskáld Finnlands og margverðlaunuð fyrir list sína.

Tónlist hennar einkennist af dulúð og fíngerðum blæbrigðum enda hefur hún verið kölluð „töframaður hljóðsins“. Hún samdi klarínettkonsertinn handa samlanda sínum, Kari Kriikku, árið 2010, sem flytur konsertinn á tónleikum Sinfóníunnar. Tímaritið Gramophone sagði um konsertinn að hann væri „töfrandi“ og flutningur Kriikkus á glæsilegri einleiksrullunni hefur vakið aðdáun víða um heim.

Á tónleikunum heyrist einnig Rakastava eftir Sibelius og sjötta og síðasta sinfónía Tsjajkovskíjs en hann lést eingöngu níu dögum eftir frumflutning hennar. Hljómsveitarstjóri er hin finnska Anna-Maria Helsing.
Tónleikarnir verða í beinni útsendingu frá vef hljómsveitarinnar sinfonia.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053