Snæfell jakkinn er einn vinsælasti jakki 66°Norður og ná þær vinsældir greinilega út fyrir landsteinana en stórleikarinn Matthew McConaughey sást á skokki í jakkanum á ströndinni í Malibu fyrir skemmstu.
Matthew virðist vera mikill aðdáandi 66°Norður en hann hefur áður sést í Eldborg jakkanum. Matthew hefur líklegast keypt jakkana á Íslandi við tökur á Interstellar og fleiri verkefna sem tekin voru upp hér á landi.
Sjá frétt hér!