Finni Karlsson veitingamaður á Prikinu í Bankastræti lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að máli málanna:
“Látið alla björgunarsveitarmenn og konur sem þið þekkið vita að þau mega koma á Prikið í frían mat, kaffi og kakó á meðan á leitinni stendur næstu daga. Bara koma í gallanum. Koma svo, stelpuna heim!” segir Finni sem einnig er þekktur sem annar söngvari pönksveitarinnar Dr. Spock þar sem Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra var hinn aðalsöngvarinn og er kannski enn.