Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarkona Gunnars Braga Sveinssonar í langri ráðherratíð hans fyrir Framsókn, er að skilja við sambýlisman sinn til margra ára, Sigurbjörn Magnús Gunnlaugsson, en hann er yngri bróður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrum formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra.
Samstarf Sunnu og Gunnars Braga í ráðuneytum sem hann stýrði voru mikil og náin og stóð hún yfirleitt við hlið hans hvort sem var erlendis eða hér heima. Þegar ljóst var að ráðherradómi Gunnars Braga var að ljúka síðastliðið haust skipaði hann aðstoðarkonu sína í stjórn MATÍS og þurfti til þess að leysa alla stjórn stofnunarinnar frá störfum. Auk stjórnarsetunnar er Sunna nú komin til starfa hjá Mjólkursamsölunni.
Sunna og Gunnar Bragi hafa sést saman víða að undanförnu, þau voru saman í kveðjuhófi bandaríska sendiherrans hér á landi á dögunum og sáust snæða saman á Mathúsi Garðabæjar fyrir ekki alls löngu.
Sjálf aftekur Sunna með öllu að skilnaður hennar tengist á nokkurn hátt samstarfinu við Gunnars Braga í gegnum árin.