Guðrún Jóhannsdóttir er ekki ánægð með sósuna sem hún keypti fyrir jólin og var fyrst að smakka núna:
“Keypti mér fyrir jól krukku af ORA lúxus-bernaisesósu. Á krukkunni, sem hefur verið inni í ísskáp síðan ég keypti hana, stendur best fyrir 30.01.2017. Í kvöldmat nú í kvöld fékk ég mér hangikjöt, soðnar kartöflur, soðið brokkóli og þessa lúxus sósu. Í stuttu máli sagt, aðalbragðið af sósunni var megnt olíubragð, bragð sem minnti mig á lýsi. Óbragðið er enn í munni mér. Mun aldrei kaupa svona lúxus-bernaisesósu frá ORA oftar. Hef oft keypti bernaisesósu í pakka frá TORO og hún klikkar aldrei.”