Ísland er eini alvöru áfangastaðurinn á ferðaskrifstofunni í nýjasta þættinum af Simpsons.
Fiskisagana flýgur og Hómer Simpson stekkur á vagninn líkt og svo margir aðrir túristar sem ganga gleiðbrosandi um götur Reykjvíkur, vel búnir og ánægðir í mildum vetrarkuldanum.
Óvenju margir ferðamenn voru í miðbæ Reykjavíkur um þessa helgi en hvergi sást Hómer.
Líklega á leiðinni.