Eitt af fyrstu verkum Ólafs Teits Guðnasonar aðstoðarmans Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála – og iðnaðarráðherra, var að fara með hana á fund með Rannveigu Rist forstjóra Rio Tinto Alcan í Straumsvík en þar starfaði Ólafur Teitur sem upplýsingafulltrúi þar til hann varð aðstoðarmaður ráðherrans fyrir nokkrum dögum.
Aðstoðarmaðurinn tók mynd af fundi ráðherrans og Rist og sagði:
“Það er eitthvað svolítið gott við að búa í landi þar sem mynd af fundi iðnaðarráðherra og forstjóra einnar stærstu verksmiðju landsins lítur svona út.”