Tónlistargagnrýnandinn og menningarvitinn Jónas Sen er ekki að fíla sjónvarpsþáttaröðina fanga sem heillað hefur almenna áhorfendur upp úr skónum:
“Gerði tilraun til að horfa á annan þátt af Föngum. Hann var ennþá leiðinlegri en sá fyrsti. So far er þetta bara skrumskæling á Orange Is The New Black,” segir Jónas og mótmælin bergmála á samskiptasíðum.
Annar gagnrýnandi, Jón Viðar Jónsson, er hins vegar hinn ánægðasti og það gerist ekki oft:
“Þð hefur verið ánægjulegt að fylgjast með Föngum, sjónvarpskrimma Ragnars Bragasonar og félaga síðustu sunnudagskvöld. Þetta er sjálfsagt best heppnaða framleiðsla sinnar tegundar hér á landi til þessa. Og þó er enginn að tala um tímamótaverk, stórviðburð í íslensku menningarlífi eða að heimurinn standi á öndinni yfir íslenskri snilld. Til allrar hamingju. Myndin þarf ekki á oflofi að halda. Hér gengur allt upp: vel skrifað handrit, byggt á áhugaverðri hugmynd, skynsamlega skipað í hlutverk, mjög góð frammistaða leikenda yfirleitt….maður situr límdur við skjáinn.”