Bjarni Óskarsson veitingamaður hefur víða komið við í veitingarekstri og marga fjöruna sopið svo ekki sé minnst á allar súpurnar sem hann hefur lagað. En nú er hann búinn að fá upp í kok:
“Mikið rosalega er ég þreyttur á að hlusta á Bubba mæra eiturlyfjaneyslu sína í útvarpinu. Hann var á Rás 2 í dag og maðurinn talar endalaust um það að hann hafi verið í neyslu og notað kókaín og önnur efni. Að mínu mati er þetta ekki til eftirbreytni, honum tókst allavega einhver tímabil að losna við þennan djöful, en það hefur ekki öllum tekist. Þessi boðskapur sem fram fer iðulega þegar Bubbi er í viðtölum er vægast sagt ekki hollur æsku okkar lands, það er ekki gefið að nota þessi efni og verða töffari eins og Bubbi og sleppa lifandi frá því. Ég segi því Bubbi, greyið mitt, hafðu þetta bara fyrir þig. Það er nóg komið.”