Bryndís Hagan Torfadóttir fyrrum framkvæmdasstjóri flugfélagsins SAS á Íslandi hitti tvær bandarískar konur úti á götu í miðbæ Reykjavíkur í rokinu og rigningunni í morgun sem voru að leita að íbúð sem þær höfðu leigt af Thomson og áttu í erfiðleikum með að finna en tókst að lokum með hjálp Bryndísar:
“Þetta var engin höll, bakhús á Hverfisgötu og svo máttu þær ekki koma fyrr en klukkan 15:00. Er þetta boðlegt?” spyr Bryndís og Erna Hauksdóttir fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kveður enn fastar að orði:
“Græðgi og eftirlitsleysi.”