Vatnsflaumurinn á útivistarsvæði hestamanna og annarra á milli Norðingaholts og Rauðhóla er nú orðið þvílíkt að íbúum stendur ekki á sama.
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir myndlistarkona býr í Norðlingaholti og fór út á svalir í morgun:
“Mér er hætt að standa á sama. Nú er flóðið hærra en nokkru sinni. Flaumurinn nær á milli Norðlingaholts og Rauðhólanna. Myndin tekin af svölum á annari hæð. Kannski þarf maður að fá sér bát.”