Túristum í miðbæ Reykjavíkur hefur fækkað svo á síðustu vikum að undrun vekur hjá íbúum á svæðinu. Þar sem áður var straumur ferðamanna virðist allt vera að falla í fyrra horf.
Reykvískur kaupsýslumaður sem fór út að borða í gærkvöldi gekk up Laugaveginn eftir mat á milli níu og tíu á leið heim og tók eftir að flest veitingahúsanna í götunni voru tóm.
Skráningartölur yfirvalda um fjölda ferðamanna helst þó enn uppi og munar þar mest um stopover farþega í Ameríkuflugi sem tylla hér niður fæti á leið sinni annað og fara í Bláalónið og kannski rútuferð um Reykjanesið. Svo eru þeir flognir.